Svo hljómar forsíðufyrirsögn breska blaðsins The Times í dag. Í blaðinu er rætt við Ólaf Darra Ólafsson vegna leiks hans í þáttaröðinni Ófærð.
„Þetta er í síðasta skipti sem ég býð sjónvarpsstjörnu á skrifstofur blaðsins til viðtals,“ segir höfundurinn í byrjun greinarinnar og bætir við að samstarfsmenn hans hafi hreinlega sópast að Ólafi til að segja honum hversu frábær hann væri í Ófærðarþáttunum, sem stöðin BBC Four hefur undanfarið haft til sýninga.
„Kollegar mínir varpa til hans svo mörgum spurningum að hlutverk mitt í þessu öllu saman virðist fara ört minnkandi,“ segir hann svo. Netútgáfu viðtalsins má nálgast hér.