Bílarnir í Fast and the Furious 8

Ljósmyndari mbl.is smellti þessari mynd í dag af bílum sem nota á við tökur á kvikmyndinni Fast and the Furious 8 við Mývatn. Bílunum hafði verið komið fyrir á flutningabíl sem var á leið með þá norður en undirbúningur fyrir tökur stendur nú sem hæst.

Gera má ráð fyrir töluverðri öryggisgæslu við Mývatn þegar framleiðandi myndarinnar og stórstjarnan Vin Diesel kemur til landsins en Morgunblaðið greindi frá því í gær að samkvæmt heimildum blaðsins kæmi kappinn til landsins eftir helgi.

Samkvæmt áætlunum munu kvikmyndatökur standa yfir í um átta vikur á Mývatni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar