Fjöldi Stjörnustríðsmynda í burðarliðnum

J.J. Abrams segir margt spennandi í bígerð.
J.J. Abrams segir margt spennandi í bígerð. AFP

J.J. Abrams, leikstjóri nýjustu Stjörnustríðsmyndarinnar Episode VII: The Force Awakens, hefur greint frá því að aðdáendur kvikmyndanna hafi margt til að hlakka til.

Síðasta myndin í flokknum leit dagsins ljós í desember síðastliðnum, við gríðarlegan fögnuð, en fregnir herma að allt að 10 nýjar myndir séu í burðarliðnum.

„Það er verið að ræða ótrúlega spennandi hluti. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta mun smella saman,“ sagði Abrams í samtali við dagblaðið The Sun.

Ónefndur heimildarmaður bætti við velgengni kvikmyndarinnar hafi gefið framleiðendunum byr undir báða vængi.

„Svo margar kvikmyndir, um svo margar persónur, geta nú litið dagsins ljós. Þegar George Lucas viðraði þessar hugmyndir fyrir 40 árum vantaði upp á tæknina, en nú er hægt að gera þetta á ári.“

Áætlað er að síðari tvær myndirnar í nýjasta þríleiknum líti dagsins ljós árið 2017 og 2019. Þess að auki er gert ráð fyrir að kvikmyndir um Han Solo og Boba Fett líti dagsins ljós árið 2018 og 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar