Fimmti Bítillinn látinn

George Martin
George Martin AFP

Fimmti Bítillinn,  upptökustjórinn George Martin, sem gerði Bítlana heimsfræga er látinn 90 ára að aldri. Það var trommari Bítlanna, Ringo Starr, sem greindi frá andláti félaga síns í morgun.

„Drottinn  blessi George Martin. Ást og friður til Judy og fjölskyldu hans, ást Ringo og Barbara. George verður saknað skrifar Starr á Twitter.

Stutt er síða afar fágæt tíu tommu, 78 snúninga hljómplata frá árinu 1962 með tveimur Bítlalögum kom í leitirnar í Bretlandi. Á plötunni eru lögin „Till There Was You“ og „Hello Little Girl“ og var hún aðeins pressuð í nokkrum eintökum, en þetta er eintakið sem rataði til upptökustjórans George Martin, sem ákvað í kjölfarið að starfa með lítt þekktri hljómsveitinni.

Platan fannst uppi á hálofti hjá Les Maguire, sem var hljómborðsleikari Liverpool-sveitarinnar Gerry and the Pacemakers. Í samtali við fréttavef BBC segir Maguire að mögulega hafi þessi plata verið upphafið að Bítlaævintýrinu.

Á álímdum miðunum á miðju plötunnar er handskrift Brians Epstein, umboðsmanns Bítlanna.

Búist er við því að platan verði slegin hæstbjóðanda fyrir um tvær milljónir króna, og mögulega fyrir enn hærri upphæð því margir aðdáendur Bítlanna eru loðnir um lófana og safna alls kyns efni sem þeim tengist. Maguire segir að Epstein hafi sjálfur gefið honum plötuna á sínum tíma, eftir að Martin hafði skilað henni til hans.

Fjölmargir hafa minnst hans í morgun eftir að tilkynnt var um andlátið, má þar nefna forsætisráðherra Bretlands, David Cameron og Sean Lennon, son John Lennon.

Martin fæddist í janúar árið 1926 í norðurhluta Lundúnaborgar. Eftir herþjónustu í seinni heimstyrjöldinni fór hann til náms við Guildhall School of Music og lék á óbó á börum og í klúbbum í Lundúnum. Fyrsta fasta starfið hans var á tónlistarsafni BBC. Þaðan fór hann til útgáfufyrirtækisins Parlophone, hluta EMI, og árið 1955 tók hann  við stjórnartaumum fyrirtækisins aðeins 29 ára að aldri.

Hann lýsti því í viðtali  við tímaritið Melody Maker þegar hann heyrði fyrst í Bítlunum. Hann sagðist aldrei hafa heyrt þessu líkt áður og vitað að þetta væri eitthvað sem myndi ná vinsæludum. En þeir væru ekkert sérstaklega góðir lagasmiðir. 



78RPM
78RPM AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup