Adam Levine: djöfullinn, þetta er hátt!

Ryan Quinn heillaði Voice þjálfarana bæði með rödd sinni og …
Ryan Quinn heillaði Voice þjálfarana bæði með rödd sinni og sögum af starfi hans með börnum. Mynd: Youtube

„Ég er gaur með háa rödd og þú færð mig til að hugsa: djöfullinn, þetta er hátt!“ sagði þjálfarinn Adam Levine eftir flutning Ryan Quinn á laginu Can‘t Find my Way Home í blindprufunum í bandarísku útgáfu sjónvarpsþáttanna The Voice. Adam Levine er söngvari hljómsveitarinnar Maroon 5 og er þekktur fyrir að syngja hærri tóna en flestum karlmönnum dreymir um að ná.

Í þáttunum snúa fjórir þjálfara baki í söngvara og dæma þá blindandi, líki þeim flutningurinn snúa þau sér við og reyna að fá söngvarann í sitt lið. Í tilfelli Ryans sneru allir fjórir þjálfararnir sér við æstir í að fá hann til liðs við sig.

„Þú náðir svo háum tónum, augun hefðu staðið út úr hausnum á mér við þetta,“ sagði þjálfarinn og kántrí stjarnan Blake Shelton.

Quinn er tónlistarkennari í skóla fyrir börn sem hafa orðið fyrir áföllum, nokkuð sem heillaði þjálfarana upp úr skónum ekki síður en röddin hans og kepptust þau um að ná honum í sitt lið. Adam Levine hafði betur en hinir þjálfararnir og gekk Quinn til liðs við hann.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver þér eldri og reyndari getur gefið þér góð ráð í dag. Mundu að það er fleiri ein leið að takmarkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver þér eldri og reyndari getur gefið þér góð ráð í dag. Mundu að það er fleiri ein leið að takmarkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio