Hvetur Madonnu og Ritchie til sátta

Guy Ritchie og Madonna á meðan allt lék í lyndi.
Guy Ritchie og Madonna á meðan allt lék í lyndi. Skjáskot Hello Magazine

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að söngkonan Madonna og kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie eiga í forræðisdeilu yfir syni sínum, hinum 15 ára gamla Rocco Ritchie.

Nú hefur dómari biðlað til foreldra drengsins að leggja ágreining sinn til hliðar og leysa málið á farsælan hátt.

„Ég endurtek beiðni mína til foreldra piltsins að finna friðsamlega lausn á deilunum. Mikilvægt er að hafa í huga að sumarið varir ekki að eilífu, en drengurinn vex fljótlega úr grasi. Það væri mikill harmleikur fyrir Rocco ef fleiri dögum æsku hans væri varið í þessar deilur.“

„Það væri mun betra fyrir foreldra hans að fá að eyða tíma með þeim þroskaða, vel máli farna og íhugula unga manni sem sonur þeirra er, og er þeim báðum til mikils sóma.“

Þegar Madonna og Ritchie skildu árið 2008 var ákveðið að Rocco myndi búa hjá móður sinni. Drengurinn hefur þó búið hjá föður sínum síðan á síðasta ári og segist ekki vilja snúa aftur til móður sinnar. Málarekstur hefur bæði staðið yfir í London og New York, en nú hefur dómari lýst því yfir að málflutningnum í London verði hugsanlega slegið á frest. Málarekstri verður sennilega haldið áfram í New York, líkt og fram kemur í frétt Sky.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir