Sir Mick Jagger hefur lýst því yfir að hann hafi verið að hlusta á nýjustu plötu David Bowies, nokkru fyrir lát hans, og hafi ætlað sér að setja sig í samband við hann skömmu síðar.
Ennfremur segir hann að fréttirnar af láti Bowies hafi tekið mikið á hann, enda hafi hann verið við tökur á nýju efni í Greenwitch Willage, í göngufæri frá heimili söngvarans þegar fréttir af láti hans bárust.
„Ég var að hlusta á nýju plötuna hans, rétt áður en hann dó. Ég hugsaði með mér að ég þyrfti að setja mig í samband við hann, þar sem við höfðum ekki hist lengi. En mjög skömmu síðar var hann látinn. Ég tók það afar nærri mér.“
Jagger vissi ekki, frekar en aðrir, að Bowie þjáðist af krabbameini og væri dauðvona.
„Það sem hann var að ganga í gegnum hlýtur að hafa verið hræðilega erfitt. En það er aðdáunarvert að hann hafi unnið fram á síðasta dag og tónlistin hafi verið að svona miklum gæðum“ sagði Jagger í samtali við Mirror.