Verður Kúba aldrei söm?

Hljómsveitin Rolling Stones kom fram á Kúbu í fyrsta skipti í gærkvöldi og var tónleikanna beðið með mikilli eftirvæntingu. Hundruð þúsunda gesta voru á tónleikunum í Havana og segja fréttamenn að tónleikarnir marki ákveðin tímamót og Kúba verði aldrei söm. Hvort sem það er rétt þá er ljóst að fólk skemmti sér vel á tónleikunum sem voru haldnir á Ciudad Deportiva íþróttaleikvanginum sem rúmar 450 þúsund gesti.

Það reyndist ekki nóg því allar götur í nágrenninu voru yfirfullar og víða mátti sjá fólk dilla sér á húsþökum í nágrenninu.

„Við vitum að það var erfitt að hlusta á tónlist okkar á Kúbu fyrir ári síðan en nú erum við að spila hér,“ sagði Mick Jagger þegar hann ávarpaði tónleikagesti á spænsku. Hann segir að það sé greinilegt að tímarnir séu að breytast.

En þrátt fyrir að tónlist Rolling Stones hafi ekki ómað opinberlega í áratugi á Kúbu þá þekktu gestir vel helstu slagara sveitarinnar og tóku undir hástöðum í lögum eins og Out of Control og Satisfaction.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach