Segir handritið frábært

Adam Driver er spenntur fyrir nýju Star Wars myndinni.
Adam Driver er spenntur fyrir nýju Star Wars myndinni. AFP

Leikarinn Adam Driver getur ekki beðið eftir því að tökur á nýjustu Stjörnustríðsmyndinni hefjist, en hann mun endurtaka hlutverk sitt sem Kylo Ren.

„Þeir eiga ennþá í stríði. Þetta er enn „Stjörnustríð“ sagði leikarinn í gamansömum tón í viðtali við Entertainment Weekly án þess að vilja gefa mikið uppi.

Nýr leikstjóri, Rian Johnson, er tekinn við af J.J. Abrams sem var við stjórnvölinn við Star Wars: The Force Awakens. Driver ber honum vel söguna, auk þess sem hann segir handritið að nýju myndinni vera frábært.

„Ég get ekki beðið eftir því að fara í upptökuver vegna þess að [Rian] er svo yfirlætislaus og vel gefinn, en auk þess er afar auðvelt að nálgast hann. Handritið er síðan algerlega frábært.“

Áætlað er að nýjasta kvikmyndin í Stjörnustríðsbálkinum verði frumsýnd í desember á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sjaldnast vitum við alla söguna um annað fólk og því eigum við að fara okkur hægt í að dæma. Þú varpar öndinni léttar þegar þú færð fréttir af ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Sigrún Elíasdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sjaldnast vitum við alla söguna um annað fólk og því eigum við að fara okkur hægt í að dæma. Þú varpar öndinni léttar þegar þú færð fréttir af ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Sigrún Elíasdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir