Madonna reynir að greiða úr flækjunni

Guy Ritchie og Madonna á meðan allt lék í lyndi.
Guy Ritchie og Madonna á meðan allt lék í lyndi. Skjáskot Hello Magazine

Madonna flaug til London til þess að reyna að finna lausn á forræðisdeilunni sem hún og barnsfaðir hennar, kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie, hafa staðið í undanfarna mánuði.

Sonur Madonnu og Ritchie, hinn 15 ára Rocco Ritchie, yfirgaf móður sína á síðasta ári til þess að búa hjá föður sínum, eiginkonu hans og börnum þeirra þremur í London. Hann hefur síðan neitað því að snúa aftur til móður sinnar sem býr í New York.

Dómari hafði heimilað drengnum að dvelja tímabundið hjá föður sínum, og hafði auk þess biðlað til foreldranna að leysa málið á farsælan hátt, utan sviðsljóssins.

Frétt mbl.is: Hvetur Madonnu og Ritchie til sátta

Heimildamaður Mirror sagði að Madonna hefði flogið til London til þess að funda með lögfræðingum og komast að samkomulagi.

„Hún vill gera þetta á siðuðu nótunum svo að þau komist að samkomulagi. Hún er að vonast til þess að þau komist að niðurstöðu um hvar Rocco eigi að búa, sem og hver heimsóknarréttur hennar verður. Rocco verður 16 ára í ágúst, og hún vill klára þetta fyrir þann tíma.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir