Mæðginin virðast hafa grafið stríðsöxina

Madonna og sonur hennar virðast hafa grafið stríðsöxina.
Madonna og sonur hennar virðast hafa grafið stríðsöxina. AFP

Forræðisdeila Madonnu og fyrrverandi eiginmanns hennar, Guy Ritchie, virðist þokast í rétta átt en söngkonan flaug nýverið til London til þess að finna farsæla lausn á vandanum.

Frétt mbl.is: Madonna reynir að greiða úr flækjunni

Sonur söngkonunnar, hinn 15 ára Rocco Ritchie, yfirgaf heimili móður sinnar á síðasta ári og lýsti því yfir að hann vildi fremur búa hjá föður sínum og eiginkonu hans í London heldur en að snúa aftur til móður sinnar sem búsett er í New York.

Foreldrar piltsins deildu harkalega um hagi piltsins, og fengu í kjölfarið skömm í hattinn frá dómara sem sagði á deiluna hafa tekið mikið á piltinn.

Frétt mbl.is: Hvetur Madonnu og Ritchie til sátta

Madonna og Ritchie virðast hafa tekið orð dómarans til sín því söngkonan sást spóka sig með syninum í gær. Ekki var annað að sjá en að vel færi á með mæðginunum, sem meðal annars skelltu sér í bíó líkt og fram kemur í frétt Daily Mail.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir