Vann í 154 klukkustundir fyrir andlátið

Aðdáendur Prince fyrir utan heimili hans.
Aðdáendur Prince fyrir utan heimili hans. MARK RALSTON

Tónlistarmaðurinn Prince hafði unnið í 154 klukkustundir án hvíldar dagana áður en hann fannst látinn í húsi sínu í Paisley Park í Minnesota. Þetta kemur fram í frétt Sky-sjónvarsstöðvarinnar. 

Prince sást síðast á lífi 12 klukkustundum áður en hann fannst látinn í lyftu. Það voru starfsmenn hans sem fundu hann eftir að hafa reynt árangurslaust að ná sambandi við hann í síma. 

Mágur hans, Maurice Phillips, heldur því fram að Prince hafi unnið í sex daga samfellt áður en hann dó. Þetta sagði hann í kjölfar minningarathafnar sem fjölskyldan hélt að heimili Prince. „Ég var með honum síðustu helgi. Hann var góður mágur,“ segir Phillips. 

Hann segir að heimili Prince verði nú breytt í safn. „Safnið yrði fyrir aðdáendur hans. Hann gerði allt fyrir aðdáendur sína.“

Enn er ekki ljóst hver dánarorsök Prince var. Hann var krufinn síðasta föstudag en talið er að niðurstaðan liggi ekki fyrir fyrr en eftir nokkrar vikur. Engir áverkar sáust á líkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka