Völdu Ófærð framyfir Follow the Money

Ilmur Kristjánsdóttir fór með eitt af aðalhlutverkunum í Ófærð.
Ilmur Kristjánsdóttir fór með eitt af aðalhlutverkunum í Ófærð.

Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð, eða Trapped eins og hún er kölluð á ensku, sló ekki bara í gegn hérlendis heldur hefur þáttaröðin farið vel í áhorfendur í Bretlandi og víðar um heim. 

Breski vefurinn Nordic Noir TV gerði könnun á því hvað fólki fyndist skemmtilegast að horfa og af þeim sem tóku þátt í könnuninni sögðust 68% hafa notið þess mest að horfa á Ófærð á meðan þáttur eins og Follow the Money fékk 21%. 

Af þeim sem tóku þátt í könnuninni fannst 6% skemmtilegast að horfa á Blue Eyes og 5% völdu Thincker than Water. 

Aðstandendur Ófærðar ættu að vera dálítið montnir yfir þessum tölum enda ekki á hverjum degi sem íslenskur sjónvarpsþáttur slær svona rækilega í gegn. 

Trapped er með 68% áhorf á meðan að Follow the …
Trapped er með 68% áhorf á meðan að Follow the Money er með 21°%.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar