Lögreglumenn sem rannsaka andlát tónlistarmannsins Prince kanna hvort læknir hafi skrifað upp á sterk verkjalyf fyrir hann skömmu fyrir andlát hans og hvort of stór skammtur lyfja hafi dregið hann til dauða.
Sterka verkjalyfið Percocet gæti hafa átt þátt í andláti Price en lyfseðilsskyld lyf fundust á heimili hans í Minneapolis í Bandaríkjunum.
Meðal þess sem lögregla kannar er hvort læknir hafi verið um borð í einkaflugvél tónlistarmannins þegar hann veiktist nokkrum dögum fyrir andlátið. Vélin kom skyndilega inn til lendingar í Illinois og var Prince gefinn skammtur af Narcan, lyfi sem oft er notað þegar um ofneyslu lyfja er að ræða.