Frá Akranesi til Kúbu

Ein þyrlanna sem notuð er við tökur á flugi í …
Ein þyrlanna sem notuð er við tökur á flugi í Havana. AFP

Tökur á áttundu kvikmyndinni í The Fast and The Furious bálkinum, Fast 8, eru nú hafnar að nýju á eyju víðsfarri Íslandi. Tökur á myndinni stóðu yfir á Mývatni og Akranesi síðustu vikur en tökuliðið hefur nú fært sig á hlýrri slóðir, nefnilega til Kúbu.

Fast 8 varð þannig formlega fyrsta bandaríska kvikmyndin til þess að vera tekin upp í Kúbu frá því að Bandaríkin komu á viðskiptabanni í eyríki Fidel Castro á sjöunda áratugnum.

Vegfarendur virða fyrir sér bíla sem notaðir verða í myndinni.
Vegfarendur virða fyrir sér bíla sem notaðir verða í myndinni. AFP

Samkvæmt Havana Times hafa Kúbverjar flykkst að tökustöðum til þess að berja bílana og leikarana augum og hvorki aukin umferð né sá möguleiki að þeir endi óvart sem statistar í myndinni virðast trufla innfædda.

Fast 8 verður fyrsta myndin í þríleik sem ætlað er að loka bálkinum. Áætlað er að tíunda og síðasta kvikmyndin komi út á tuttugu ára afmæli hans, árið 2021.

Framleiðendur myndarinnar fóru til Kúbu í fyrra til að leita …
Framleiðendur myndarinnar fóru til Kúbu í fyrra til að leita uppi gamla bíla. AFP
Þær eru í mismunandi ásigkomulagi, glæsikerrurnar.
Þær eru í mismunandi ásigkomulagi, glæsikerrurnar. AFP
En það eru húsin í bakgrunni svo sem líka.
En það eru húsin í bakgrunni svo sem líka. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar