Dolly Parton upp að altarinu

Dolly Parton og eiginmaður hennar ætla að endurnýja hjúskaparheitin í …
Dolly Parton og eiginmaður hennar ætla að endurnýja hjúskaparheitin í tilefni af gullbrúðkaupinu. AFP

Dolly Parton kann vel að meta sviðsljósið, en það gerir eiginmaður hennar ekki. Parton sem á næstunni fagnar 50 ára brúðkaupsafmæli með eiginmanninum, Carl Dean, sannfærði þó betri helminginn til að fagna áfanganum með sérlega opinberum hætti.

„Við ætlum að gifta okkur aftur. Ég ætla að klæðast fallegum brúðarkjól vegna þess að ég var ekki í glæsilegum, síðum brúðarkjól þegar við giftum okkur. Við erum einnig með jakkaföt á hann, þannig að við ætlum að klæða okkur upp og taka fullt af myndum,“ sagði söngkonan í samtali við tímaritið People.

Parton furðar sig á að eiginmaðurinn hafi látið hafa sig út í herlegheitin, enda sé hann sérlega hlédrægur.

„Maðurinn minn er einfari. Hann kærir sig eiginlega ekki um að vera í kringum neinn nema mig. Hann hefur alltaf beðið mig að halda sér utan við sviðsljósið því honum líkar ekki allt húllumhæið,“ játaði Parton, en bætti þó við að hann hefði alltaf sýnt henni stuðning.

„Hann er líkt og bróðir minn, faðir, vinur, eiginmaður og elskhugi. Ég held hann sé nokkuð stoltur að við höfum verið saman þetta lengi.“

Dolly Parton og Carl Dean á sínum yngri árum.
Dolly Parton og Carl Dean á sínum yngri árum. Skjáskot People
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka