Hafði „enga stjórn“ á fíkninni

Aðdáendur Prince minnast söngvarans fyrir utan heimili hans að Paisley …
Aðdáendur Prince minnast söngvarans fyrir utan heimili hans að Paisley Park AFP

Tónlistarmaðurinn Prince glímdi við „stjórnlausa“ kókaínfíkn ef marka má lögreglugögn sem nýlega voru gefin út. Í lögregluskýrslu frá 20. júní 2011 kemur fram að kona hafi hringt á lögreglustöð í nágrenni við heimili Prince því hún hafði áhyggjur af kókaínfíkn söngvarans.

Sagði konan við lögreglu að Prince hafi sagt henni í Þýskalandi ári áður að hann réði ekki við neysluna og ráðlagði henni að tilkynna það. Á konan að hafa hringt frá Þýskalandi.

Á morgun eru tvær vikur síðan að söngvarinn fannst látinn í lyftu á heimili sínu við Paisley Park í Minnesota. Hann var 57 ára gamall.

Lögreglugögn sýna að lögregla hafi fengið 46 símtöl í tengslum við heimili söngvarans síðan í júní 2011. Eitt símtalið tengdist meintri nauðgun í húsinu sem átti að hafa átt sér stað í maí 2013. Málið var rannsakað en enginn handtekinn eða ákærður.

Margt er óljóst um dauða Prince en fyrrverandi aðstoðarkona söngvarans, Mariah Brown, sagði í samtali við fjölmiðla ekki skilja úr hverju söngvarinn lést. Brown starfaði fyrir Prince í mörg ár en hætti á síðasta ári. Hún sagði hann hafa verið mjög heilbrigðan og hraustan. „Hann var orkumeiri en ég og allir sem ég þekki,“ sagði Brown.

Niðurstöður krufningarinnar á Prince hafa ekki verið gefnar upp opinberlega og er lítið vitað um dauða söngvarans. Því hefur þó verið haldið fram í fjölmiðlum vestanhafs að Prince hafi verið háður verkjalyfjum.

Frétt Sky News. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka