Prince ætlaði að hitta lækni

Prince fannst látinn í lyftu á heimili sínu.
Prince fannst látinn í lyftu á heimili sínu. AFP

Bandarískur læknir heldur því nú fram að hann hafi átt að hitta tónlistarmanninn Prince 22. apríl, daginn eftir að tónlistarmaðurinn lét lífið.

Læknirinn Howard Kornfeld átti að aðstoða Prince við að berjast við lyfjafíkn sína en hann var að sögn Kornfeld háður verkalyfjum. William Mauzy, lögfræðingur Kornfeld, sagði í samtali við bandaríska fjölmiðla að Kornfeld hafi verið kallaður til því ástand tónlistarmannsins var orðið „grafalvarlegt“ en Kornfeld er sérfræðingur í meðferðum við lyfjafíkn.

Eins og fyrr hefur verið sagt frá fannst Prince látinn á heimili sínu 21. apríl. Þann dag hringdi karlmaður á Neyðarlínuna og lét vita. Sá maður var sonur Kornfeld, Andrew Kornfeld, sem hafði verið sendur á heimili Prince til að hitta tónlistamanninn. Von var á Kornfeld sjálfum daginn eftir þar sem hann myndi skoða Prince og leggja til meðferðaráætlun.

Að sögn Mauzy kom Andew Kornfeld að heimili Prince klukkan 9:30 að morgni fimmtudagsins 21. apríl en þá fundu aðstoðarmenn tónlistarmanninn ekki. Stuttu síðar fannst lík Prince í lyftu á heimilinu.

Í kjölfarið hafa fjölmiðlar sagt frá því að Prince hafi átt sterk verkjalyf þegar hann dó en krufningaskýrsla hefur ekki enn verið gerð opinber og því er ekki vitað hvort að Prince hafi verið á lyfjum þegar hann lést.

Frétt TIME.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka