Fangi gerir tilkall til auðæfanna

Líklega verður mikið tekist á um auðæfi söngvarans, en hann …
Líklega verður mikið tekist á um auðæfi söngvarans, en hann skrifaði ekki erfðaskrá. AFP

Carlin Q Williams, sem nú afplánar 92 mánaða dóm fyrir ólögmæta eign skotvopna, heldur því fram að hann sé sonur söngvarans Prince og þar með einkaerfingi auðæfa hans.

Williams, sem fæddur er árið 1977, segir að móðir hans hafi eytt nóttu með söngvaranum í Kansas árið 1976. Ástarfundirnir eiga að hafa átt sér stað áður en frægðarsól söngvarans reis, eða þegar hann var í kringum 18 ára aldurinn.

Líkt og fram kemur í umfjöllun CNN um málið hefur lögmaður Williams farið fram á að faðernispróf verði gert til að skera megi úr um hvort hann sé afkomandi söngvarans.

Nýverið úrskurðaði dómstóll í Minnesota úr um að lögmönnum, sem vinna að því að greiða úr álitamálum er varða dánarbú söngvarans, verði gert heimilt að nálgast blóðsýni úr honum ef framkvæma þurfi faðernispróf.

Frétt mbl.is: Vilja geta framkvæmt faðernispróf

Prince hafði ekki skrifað erfðaskrá áður en hann lést, en að öllu óbreyttu eru erfingjar tónlistarmannsins alsystir hans og fimm hálfsystkini.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka