Það er komið að því! Aðalkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sjálft Eurovision, verður haldin hátíðleg í kvöld. Þrátt fyrir að Ísland hafi ekki komist alla leið í ár, þá verður gleðin við völd og sjálfur Justin Timberlake á meðal gesta kvöldsins. Síðast en ekki síst, þá er stigablað mbl.is tilbúið fyrir kvöldið.
Það má sjá hér að neðan.
Stigablaðið virkar þannig, að gefin eru stig í 12 flokkum. Fyrir hvert lag er merkt við alla flokka sem eiga við. Fjórir flokkar gefa mínusstig og átta flokkar gefa plússtig. Í lokin eru mínusstigin dregin frá plússtignunum og þannig fæst samtala fyrir hvert atriði. T.d. er hægt að gefa Páls Óskars-stigið, ESB-stigið, Taylor Swift-stigið og Þett´er hittari-stigið.
Keppnin fer fram í Globen-höllinni í Stokkhólmi í Sviþjóð og talið er að um 200 milljónir muni horfa á keppnina í beinni útsendinu. Nú er bara spurningin hvaða Evrópubarki muni bera sigur úr býtum.