Emiliana Torrini og Sinfó saman í Hörpu

Emiliana Torrini mun flytja tónlist sína við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Emiliana Torrini mun flytja tónlist sína við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Skjáskot Harpa.is

Óþarft er að kynna Emilíönu Torrini fyrir íslenskum tónlistarunnendum, enda hefur hún fyrir löngu vakið athygli fyrir söng sinn og lagsmíðar. Þá hefur hún hlotið ótal verðlaun, auk þess sem hún hefur starfað með tónlistarmönnum á borð við Kylie Minogue, Moby og Sting.

Líkt og fram kemur í fréttatilkynningu frá Sinfóníuhljómsveit Íslands mun söngkonan flytja mörg sinna vinsælustu laga við órafmagnaðan leik Sinfóníuhljómsveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu, en tónleikarnir fara fram 19. og 20. maí næstkomandi.

Alls koma sex útsetjarar að tónleikunum, hver með sinn eigin stíl, og hafa þeir allir valið sér að vinna með þau lög Emilíönu sem þeim þykja sérlega spennandi. Útsetjarar eru franski tónlistarmaðurinn Albin de la Simone, svissneski klarínettleikarinn og tónskáldið Claudio Puntin, ensku tónskáldin og útsetjararnir Max de Wardener og Mara Carlyle, og íslenska tónskáldið og fiðluleikarinn Viktor Orri Árnason.

Meðal laga sem munu hljóma á tónleikunum eru „Jungle Drum“, „Nothing Brings Me Down“, „Hold Heart“ og „Life Saver“ svo eitthvað sé nefnt.

Hljómsveitarstjórinn, Hugh Brunt, er ekki af verri endanum en hann er aðalstjórnandi London Contemporary Orchestra og stjórnaði meðal annars sinfóníuhljómsveitinni á nýjustu plötu Radiohead, A Moon Shaped Pool.

Fljótlega seldist upp á fyrri tónleikana sem fram fara fimmtudaginn 19. maí. Í kjölfarið var bætt við aukatónleikum föstudaginn 20., en frekari upplýsingar má finna á vef Hörpu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirmenn þínir taka mark á því sem þú hefur fram að færa í dag. Tilfinningar þínar til makans eru sterkari en nokkru sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Anna Margrét Sigurðardóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirmenn þínir taka mark á því sem þú hefur fram að færa í dag. Tilfinningar þínar til makans eru sterkari en nokkru sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Anna Margrét Sigurðardóttir
5
Torill Thorup