Gítarleikarinn John Berry, einn stofnenda hljómsveitarinnar Beastie Boys, er látinn 52 ára að aldri.
Rolling Stone greindi frá fréttunum, en Berry þjáðist af heilabilun sem leiddi hann til dauða.
Beastie Boys var stofnuð árið 1981 af Berry, Mike Diamond, Adam Yauch og Kate Schellenbach en Berry fann upp á nafni sveitarinnar.
Berry lék á fyrstu EP plötu Beastie Boys, Polly Wog Stew, en yfirgaf hljómsveitina stuttu síðar ásamt Schellenbach. Adam Horovitz gekkst síðan til liðs við sveitina í þeirra stað.