Ófærð heldur áfram að vekja eftirtekt

Þættirnir hafa vakið mikla eftirtekt erlendis.
Þættirnir hafa vakið mikla eftirtekt erlendis. Stilla úr sjónvarpsþáttunum Ófærð

Titilsena þáttanna Ófærð, eða Trapped eins og þættirnir eru kallaðir ytra, hefur vakið gríðarlega eftirtekt erlendis.

Vefritið Art of the Title birti á dögunum umfjöllun um senuna, sem gerð var af Berki Sigþórssyni, en hann leikstýrði einnig tveimur þáttum í þáttaröðinni.

Í umfjöllun vefritsins segir að titilsenan sé ákaflega vel heppnuð, og hún veki meðal annars hugrenningartengsl við þætti líkt og Twin Peaks og True Detective.

„Reynsla mín af auglýsingum og tónlistarmyndböndum hafði áhrif á það hvernig ég nálgaðist Ófærð,“ segir Börkur í viðtali við Art of the Title.

„Bakgrunnur minn í ljósmyndun hjálpaði mér einnig mikið þar sem flestar þær aðferðir sem ég notaði við gerð senunnar eru byggðar á því sem ég hafði fengist við sem ljósmyndari.“

Börkur segir að ekki megi vanmeta titilsenur þátta og kvikmynda, enda hjálpi þær til við að koma áhorfendum í rétt hugarástand.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar