Kengúra hoppaði á hjólandi vegfaranda í Suður-Ástralíu með þeim afleiðingum að sílikonbrjóstafyllingar vegfarandans sprungu.
Sharon Heinrich var ásamt vinkonu sinni að hjóla á Riesling Trail-veginum í Clare-dalnum í Suður-Ástralíu þegar kengúra kom hoppandi úr felum og lenti á stöllunum. Í viðtali við fjölmiðla sagði Heinrich: „Ég sá kengúruna og hugsaði, þetta er krúttlegt dýr en svo hoppaði það á mig. Ég er 1,63 metrar á hæð þannig að dýrið er talsvert stærra en ég og mjög þungt. Kengúran staldraði þó stutt við og spyrnti sér af maganum á mér og yfir á vinkonu mína, þetta olli meiri skemmdum á fyllingunum.“
Eftir að kengúran hafði hoppað á vinkonu Heinrich lét hún sig hverfa út í villta náttúruna. Afleiðingar atviksins voru þær að sílikon-brjóstafyllingar Heinrich sprungu, hún rifbeinsbrotnaði og dofnaði í fætinum. Vinkona Heinrich fékk aftur á móti heilahristing og tognaði á hálsi.
Heinrich hvetur þó aðra hjólreiðamenn til að óttast ekki brautina þrátt fyrir slysið. „Ekki óttast veginn út af slysinu, þetta er svo fallegt hjólaleið og var skemmtileg hjólaferð fyrir uppákomuna.“