Kengúra sprengdi sílikonbrjóstin

Kengúrur eru krúttleg dýr en geta verið hættulegar.
Kengúrur eru krúttleg dýr en geta verið hættulegar. Ljósmynd/Élodie Raitière

Kengúra hoppaði á hjólandi vegfaranda í Suður-Ástralíu með þeim afleiðingum að sílikonbrjóstafyllingar vegfarandans sprungu.

Sharon Heinrich var ásamt vinkonu sinni að hjóla á Riesling Trail-veginum í Clare-dalnum í Suður-Ástralíu þegar kengúra kom hoppandi úr felum og lenti á stöllunum. Í viðtali við fjölmiðla sagði Heinrich: „Ég sá kengúruna og hugsaði, þetta er krúttlegt dýr en svo hoppaði það á mig. Ég er 1,63 metrar á hæð þannig að dýrið er talsvert stærra en ég og mjög þungt. Kengúran staldraði þó stutt við og spyrnti sér af maganum á mér og yfir á vinkonu mína, þetta olli meiri skemmdum á fyllingunum.“

Eftir að kengúran hafði hoppað á vinkonu Heinrich lét hún sig hverfa út í villta náttúruna. Afleiðingar atviksins voru þær að sílikon-brjóstafyllingar Heinrich sprungu, hún rifbeinsbrotnaði og dofnaði í fætinum. Vinkona Heinrich fékk aftur á móti heilahristing og tognaði á hálsi.

Heinrich hvetur þó aðra hjólreiðamenn til að óttast ekki brautina þrátt fyrir slysið. „Ekki óttast veginn út af slysinu, þetta er svo fallegt hjólaleið og var skemmtileg hjólaferð fyrir uppákomuna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir