Leitað að besta barþjóni Íslands

Þetta eru þeir þrír barþjónar sem keppa á morgun.
Þetta eru þeir þrír barþjónar sem keppa á morgun.

Nú eru tíu bestu barþjónar landsins komnir í úrslit í World Class-barþjónakeppninni en þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin hér á landi. Lokakeppnin verður haldin í salarkynnum Háalofts í Hörpu annað kvöld klukkan 20:00. Þar keppa þrír barþjónar í svokallaðri hraðakeppni eða „Against the Clock Challenge“ þar sem þemað er Himinn. 

Í þeirri keppni hafa barþjónarnir tíu mínútur til að blanda 5–10 drykki undir þeir tónlist sem þeir hafa valið sjálfir. Þetta verður því skemmtun fyrir bæði augu og eyru. Fyrr um daginn hafa keppendurnir tíu keppt annars vegar undir þemanu Hafið og hins vegar undir þemanu Jörðin, þar verður skorið út um hvaða þrír komast í hraðakeppnina í Hörpu.

Sá sem ber sigur úr bítum í hraðkeppninni fer út til Miami og keppir við yfir 60 aðrar þjóðir um hver er besti barþjónn heims í keppninni World Class Bartending Competition. Sú keppni er allra stærsta keppnin í faginu og það þykir mikill heiður að fá að taka þátt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka