Mun elska Bowie að eilífu

Iman og David Bowie hefðu átt 24 ára brúðkaupsafmæli í …
Iman og David Bowie hefðu átt 24 ára brúðkaupsafmæli í gær. Ljósmynd / skjáskot Instagram

Iman, ekkja tónlistarmannsins David Bowie, deildi fallegri færslu á Instagram-síðu sinni í tilefni af brúðkaupsafmæli þeirra hjóna. Þann 6. júní hefðu þau átt 24 ára brúðkaupsafmæli.

Á dögunum var fyrirsætan spurð að því hver lykillinn að svo löngu og farsælu hjónabandi væri, en þau gengu í hjónaband árið 1992 líkt og fram kemur í frétt Mirror.

„Við skildum bæði muninn á milli persónu og sögupersónu. Þegar við vorum heima vorum við bara Iman og David. Við vorum enginn annar.“

„Ég held að lykillinn að farsælu hjónabandi sé umfram allt tímasetning. Þú þarft að vera á réttum stað í lífi þínu, þannig að þú sért reiðubúinn fyrir langvarandi samband. Það verður að vera í fyrsta sæti og verður í forgangi í lífinu.“

 „6. júní. 24 ára brúðkaupsafmæli. Ást að eilífu.“

June 6th...., 24th wedding anniversary #foreverlove

A photo posted by IMAN (@the_real_iman) on Jun 6, 2016 at 3:41am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka