Endurnýjuðu hjúskaparheitin

Dolly Parton og Carl Dean á sínum yngri árum.
Dolly Parton og Carl Dean á sínum yngri árum. Ljósmynd / skjáskot People

Kántrísöngkonan Dolly Parton og eiginmaður hennar, Carl Dean, fögnuðu á dögunum gullbrúðkaupi sínu en þau hafa verið gift í 50 ár.

Parton er sviðsljósinu vel kunnug, en það er eiginmaður hennar ekki. Í rauninni er hann sérlega hlédrægur, ef marka má orð Parton.

Parton fékk eiginmanninn þó til að endurnýja hjúskaparheitin, að viðstöddum ljósmyndara, líkt og fram kemur í frétt Daily Mail.

„Eina ástæðan fyrir því að Carl féllst á að taka þátt í þessu var sú að þetta var frábært tækifæri til að safna peningum fyrir verðugan málstað,“ sagði söngkonan, en hjónin hafa ákveðið að selja myndirnar úr athöfninni hæstbjóðanda.

Frétt mbl.is: Dolly Parton upp að altarinu

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka