Kaleo beint á Billboard

Nýja plata hljómsveitarinnar Kaleo fór beint í 15 sæti á Billboard-listanum en platan A/B er fyrsta plata sveitarinnar sem gefin er út á erlendum markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu.

Þar segir að fyrstu helgina eftir útgáfu náði platan að komast hátt á vinsældarlista úti um allan heim. Nú gengur fyrsta vika plötunnar á Billboard í garð og hoppaði hún beint í 15 sætið af 200. 

A/B er önnur breiðskífan sem Kaleo gefur út á Íslandi en er frumraun þeirra á erlendum markaði. Sveitin hefur náð vinsældum vestanhafs undanfarna mánuði og voru þeir nýverið á lista tímaritsins Rolling Stone yfir „10 nýjar hljómsveitir sem þú þarft að þekkja“ og spiluðu í þætti Conan O'Brien. Þá hefur sveitin undanfarið spilað á uppseldum tónleikaferðalögum í Bandaríkjunum og Ástralíu og komið fram á mörgum af stærstu tónlistarhátíðum heims.

Mbl.is heimsótti Kaleo til Bandaríkjanna á dögunum og fylgdist með þeim á tónleikum í Portland.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir