Birtu myndir úr Rouge One

Hann er vígalegur í íslenska landslaginu.
Hann er vígalegur í íslenska landslaginu. Af vef Entertainment Weekly

Nú hafa verið birtar myndir úr kvikmyndinni Rogue One: A Star Wars Story en myndin var m.a. tekin upp á Íslandi. Myndin segir frá æv­in­týr­um utang­arðskonu sem ger­ist njósn­ari fyr­ir upp­reisn­ar­menn­ina.

Á myndunum má meðal annars sjá liðsmann dauðakeisaraveldisins í einhvers konar túndru. Glöggir taka þó eftir því að landslagið er íslenskt.

Með aðal­hlut­verk í mynd­inni fara þau Felicity Jo­nes, Mads Mikk­el­sen og For­est Whita­ker en leik­stjóri er Ga­reth Edw­ards. Jo­nes fer með hlut­verk vand­ræðagemlings­ins Jyn Erso sem upp­reisn­ar­menn­irn­ir fá til liðs við sig sem orr­ustuflug­mann og njósn­ara sem er ætlað að stela teikn­ing­um að fyrsta Helstirn­inu.

At­b­urðir mynd­ar­inn­ar eiga að ger­ast eft­ir að þriðja kafla Stjörnu­stríðsbálks­ins lýk­ur en áður en sá fjórði hefst þar sem Logi geim­geng­ill og fé­lag­ar koma fyrst við sögu.

Áætlað er að mynd­in verði frum­sýnd 16. des­em­ber á þessu ári en fleiri myndir má sjá á vef Entertainment Weekly.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar