Nú hafa verið birtar myndir úr kvikmyndinni Rogue One: A Star Wars Story en myndin var m.a. tekin upp á Íslandi. Myndin segir frá ævintýrum utangarðskonu sem gerist njósnari fyrir uppreisnarmennina.
Á myndunum má meðal annars sjá liðsmann dauðakeisaraveldisins í einhvers konar túndru. Glöggir taka þó eftir því að landslagið er íslenskt.
Með aðalhlutverk í myndinni fara þau Felicity Jones, Mads Mikkelsen og Forest Whitaker en leikstjóri er Gareth Edwards. Jones fer með hlutverk vandræðagemlingsins Jyn Erso sem uppreisnarmennirnir fá til liðs við sig sem orrustuflugmann og njósnara sem er ætlað að stela teikningum að fyrsta Helstirninu.
Atburðir myndarinnar eiga að gerast eftir að þriðja kafla Stjörnustríðsbálksins lýkur en áður en sá fjórði hefst þar sem Logi geimgengill og félagar koma fyrst við sögu.
Áætlað er að myndin verði frumsýnd 16. desember á þessu ári en fleiri myndir má sjá á vef Entertainment Weekly.