Matt LeBlanc „deitar“ Top Gear-framleiðanda

Matt LeBlanc er sagður eiga í sambandi við samstarfskonu sína.
Matt LeBlanc er sagður eiga í sambandi við samstarfskonu sína. AFP

Fregnir herma að vinalegi leikarinn Matt LeBlanc eigi í sambandi við samstarfskonu sína, Auroru Mulligan.

LeBlanc og Mulligan kynntust við tökur á sjónvarpsþáttunum Top Gear, en Mulligan er einn af framleiðendum þáttanna.

Skötuhjúin voru fyrst orðuð við hvort annað í maí, en til þeirra sást á veðreiðum í Derby um helgina. Sjónarvottar segja parið hafa virst afar ástfangið og varla getað slitið sig frá hvort öðru.

„Matt og Aurora voru óaðskiljanleg allan daginn. Þau voru mjög ástúðleg og Matt virtist afar hrifinn af Auroru þar sem hann hló og spjallaði við hana. Aurora skellihló að öllum bröndurunum hans og var greinilega hugfangin af bandarísku stórstjörnunni,“ sagði ónefndur heimildamaður í samtali við Daily Mirror.  

Aurora Mulligan fór með hlutverk í Top Gear fyrir skemmstu.
Aurora Mulligan fór með hlutverk í Top Gear fyrir skemmstu. Ljósmynd / skjáskot Mirror
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson