Ófærð á lista yfir bestu þætti ársins

Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Ófærð.
Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Ófærð. Stilla úr Ófærð/Lilja Jónsdóttir

Dagblaðið The Guardian hefur sett saman lista yfir bestu sjónvarpsþætti ársins, en athygli vekur að hinn íslenski þáttur Ófærð rataði á listann.

Ófærð er svo sannarlega í góðra vina hópi, enda deilir hann sæti á listanum með þáttum líkt og Game of Thrones, Better Call Saul, The Good Wife, Happy Valley, The Night Manager, Peaky Blinders, Unbreakable Kimmy Schmidt og The People V OJ Simpson.

„Ófærð deilir vissulega ákveðnum einkennum með skandínavískum frændum sínum, en þetta er þó ekki einvörðungu eftirlíking. Það að þættirnir gerist á afviknum stað, sem lokast hefur af vegna veðurs, bætir við nýrri vídd – algerri innilokunarkennd,“ segir meðal annars í dómnum um þættina sem nutu talsverðra vinsælda á erlendri grundu.

Listann í heild sinni má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup