Chris Evans hættir í Top Gear

Chris Evans hefur sagt upp störfum.
Chris Evans hefur sagt upp störfum.

Chris Evans, nýr þáttastjórnandi Top Gear, hefur sagt starfi sínu lausu og gengið út. Stutt er síðan Evans tók við kefl­inu af Jeremy Cl­ark­son, en aðeins eru sjö mánuðir liðnir af þriggja ára samn­ingi hans við sjón­varps­stöðina BBC.

Að sögn hafði Evans fengið sig fullsadd­an að af­skipta­semi yf­ir­stjórn­enda sinna, auk þess sem hann er sagður hafa verið ósátt­ur við að fá ekki jafn mikið list­rænt frelsi og fyr­ir­veri hans. Þá kemur uppsögnin í kjölfar rannsóknar bresku lögreglunnar á kynferðisbroti sem Evans hefur verið sakaður um, en fyrrverandi samstarfskona hans sakaði hann um að hafa gripið í brjóst sitt fyrir rúmum 20 árum. 

Sýn­ing­ar á nýj­um Top Gear þátt­um hófust í maí. Áhorf á sjón­varpsþátt­inn Top Gear hef­ur hríðfallið eft­ir að nýir kynn­ar tóku við, en Chris Evans og Matt LeBlanc tóku við kefl­inu af Jeremy Cl­ark­son, James May og Rich­ard Hammond.

Cl­ark­son var á sín­um tíma sagt upp störf­um eft­ir að hafa veist að sam­starfs­manni sín­um, en í kjöl­farið sögðu May og Hammond starfi sínu lausu. Þre­menn­ing­arn­ir færðu sig síðan yfir til streym­isveit­unn­ar Amazon Prime, þar sem þeir munu stýra nýj­um bílaþætti.

Fyrsti þátt­ur nýrr­ar þátt­araðar Top Gear fór í loftið í maí, en 4,4 millj­ón­ir manns fylgd­ust með frum­raun Evans og LeBlanc. Þátt­ur­inn hlaut frem­ur nei­kvæð viðbrögð og var jafn­vel kallaður „Flop Gear“ af gár­ung­um á net­inu. Áhorfið hríðféll svo á milli vikna, því að ein­ung­is fylgd­ust 2,8 millj­ón­ir manna með út­send­ing­unni á öðrum þætti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson