Einvalalið leikara í Svaninum

Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari fer með eitt aðalhlutverkanna í myndinni.
Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari fer með eitt aðalhlutverkanna í myndinni. mbl.is/ Árni Sæberg

Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Gríma Valsdóttir munu fara með aðalhlutverkin í íslensku kvikmyndinni Svanurinn sem frumsýnd verður á næsta ári. Þá fara Ingvar E. Sigurðsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir einnig með hlutverk í myndinni.

„Þetta er fyrsta myndin mín í fullri lengd en ég er búin að gera nokkuð margar stuttmyndir áður,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir, leikstjóri myndarinnar, en stuttmyndir hennar Ástarsaga og Þú og ég hafa góðu gengi fagnað bæði hérlendis og erlendis.

Myndin segir frá Sól, níu ára gamalli stúlku sem send er á sveitabæ til að vinna og þroskast, en verður í staðinn lykilþátttakandi í atburðarás sem hún skilur vart sjálf. 

„Þetta er þroskasaga,“ segir Ása Helga, en hún og Gríma Valsdóttir, sem fer með hlutverk Sólar, unnu einnig saman við myndina Þú og ég. Ása vonar að kvikmyndin höfði til sem flestra en Svanurinn byggir á samnefndri verðlaunaskáldsögu eftir Guðberg Bergsson.

Tökur eru þegar hafnar en fara á fullt á sunnudag og verða helstu tökustaðir í Svarfaðardal á Norðurlandi og í Grindavík. Bæði íslenskir og erlendir kvikmyndagerðarmenn koma að myndinni en það er framleiðslufyrirtækið Vintage Pictures sem annast framleiðslu.

Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkti myndina, auk Kvikmyndasjóðs Hamborgar (Filmförderung Hamburg Schleswig-Holstein) og eistneska kvikmyndasjóðsins. Ása vonast til að myndin verði frumsýnd annaðhvort að vori eða hausti 2017.

Ása Helga Hjörleifsdóttir kvikmyndagerðarkona leikstýrir Svaninum.
Ása Helga Hjörleifsdóttir kvikmyndagerðarkona leikstýrir Svaninum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólki þykir mikið til vinnusemi þinnar koma. Spennan gæti magnast milli þín og makans því hvorugt er tilbúið til þess að miðla málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólki þykir mikið til vinnusemi þinnar koma. Spennan gæti magnast milli þín og makans því hvorugt er tilbúið til þess að miðla málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård