Swift segir myndbandið mannorðsmorð

Taylor Swift er ekki hrifin af birtingu myndbandsins.
Taylor Swift er ekki hrifin af birtingu myndbandsins. AFP

Söngkonan Taylor Swift og rapparinn Kanye West hafa lengi eldað grátt silfur saman, eða síðan 2009 þegar rapparinn þusti upp á svið í miðri verðlaunaafhendingu MTV-sjónvarpshátíðarinnar þar sem Swift var að taka á móti verðlaunum. Kappinn var sérdeilis ósáttur, enda þótti honum Swift ekki eiga verðlaunin skilið.

Frétt mbl.is: Hvað er málið með Taylor og Kanye?

Lengi vel andaði síðan köldu á milli tónlistarfólksins og ekki bætti lag Wests, „Famous“, úr skák, en texti þess inniheldur orðin: „I feel like me and Taylor might still have sex. I made that bitch famous.“

West hefur allar götur síðan haldið því fram að hann hafi borið texta lagsins undir söngkonuna, sem hún síðan þvertók fyrir líkt og fram kemur í frétt Mirror.

Í gær birti síðan eiginkona Wests, Kim Kardashian, myndbönd á Snapchat þar sem West sést spjalla í símann við einhvern sem hljómar eins og Swift.

„Þú sem manneskja og vinur skiptir mig máli, ég vil ekki gera rapp sem fær aðra til að líða illa,“ segir West í símann.

Swift heyrist þá svara: „Notaðu þá línu sem þér þykir henta betur. Þetta er augljóslega erfitt val. Ég kann verulega að meta að þú segir mér frá þessu. Það var reglulega indælt. Ég er glöð að þú hafir hringt í mig og sagt mér frá laginu sem vinur.“

Swift er þó ekki alls kostar ánægð með birtingu myndbandsins, sem hún kallar mannorðsmorð, en hún deildi færslu á Twitter þess efnis.

„Auðvitað vildi ég að mér líkaði við lagið. Ég vildi trúa Kanye þegar hann sagði mér að ég myndi elska lagið. Ég vildi að við gætum átt vinsamleg samskipti. Hann lofaði að spila lagið fyrir mig, en gerði það aldrei. Þó að ég vildi sýna Kanye stuðning getur maður aldrei lagt blessun sína yfir lag sem maður hefur aldrei heyrt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen