Ætluðu sér aðeins að vera bólfélagar

Mila Kunis og Ashton Kutcher eiga von á litlum erfingja.
Mila Kunis og Ashton Kutcher eiga von á litlum erfingja. Ljósmynd / Skjáskot Daily Mail

Mila Kunis greindi á dögunum frá því að hún og eiginmaður hennar, Ashton Kutcher, hefðu upphaflega aðeins verið bólfélagar.

„Ég veit ekki hvort að ég ætti að segja þessa sögu. Ég gæti lent í vandræðum fyrir það,“ játaði leikkonan í útvarpsviðtali við Howard Stern.

„Við lékum í sambærilegum myndum og hefðum átt að fylgjast betur með, því þetta gengur ekki upp í raunveruleikanum. Við handsöluðum samninginn og ákváðum að við værum bara að skemmta okkur. Við bókstaflega lékum kvikmyndirnar okkar eftir.“

Skötuhjúin sáu aldrei fyrir sér að þau myndu gifta sig, enda bæði nýkomin úr langtímasamböndum. Kutcher hafði nýlega skilið leikkonuna Demi Moore, en Kunis hafði slitið sambandi sínu við Macaulay Culkin.

„Við byrjuðum að hittast með þá hugmynd á bak við eyrað að við myndum aldrei giftast. Við gerðum samkomulag um það og lífið var frábært. Við ákváðum að við værum bara að skemmta okkur. Þremur mánuðum síðar áttaði ég mig á því að þetta var ekki bara skemmtun lengur.“

Í dag eru skötuhjúin gift, en þau eiga von á sínu öðru barni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg