Svona verður þú góður Pokémon-þjálfari

Pokémon-æði gengur yfir heiminn.
Pokémon-æði gengur yfir heiminn. AFP

Pokémon GO-leikurinn tröllríður nú öllu á Íslandi og raunar víðar. Mbl.is ræddi við Sigurð Viðarsson sem skrifað hefur leiðbeiningar fyrir nýja spilara inn á Facebook-hópinn Íslenskir Pokémon Spilarar, og fékk hann til að gefa spilurum sem vilja ná árangri í leiknum góð ráð.

Mbl.is bað Sigurð um að byrja á byrjuninni.

„Þegar þú hittir Pokémona og hefur þrýst á þá, þá á að opnast ný mynd. Í þessari mynd sést Pokémon-inn fyrir framan þig og Pokéboltinn neðst á skjánum. Þá ættir þú að sjá tvo hringi sem eru yfirleitt við Pokémoninn. Ytri hringurinn er alltaf jafnstór og er hann skotmarkið. Þessi hringur getur verið mislangt frá spilaranum. Gott dæmi um mismun á lengdum eru Zubat, leðurblökurnar, en þær eru ofarlega á skjánum og þurfa lengra kast. Weedle er ormur sem birtist neðarlega á skjánum og þarf styttra kast.“

Annar hringur er á hreyfingu inni í gráa hringnum. Hann getur verið mislitur og tákna litirnir erfiðleikastigið við að ná þessum tiltekna Pokémon. Þessi litaði hringur er sífellt á hreyfingu og minnkar hratt. Þessi hringur getur gefið auka XP og aukið líkurnar á að ná þessum tiltekna Pokémon. Hringurinn býður upp á þrjú mismunandi bónusköst en það gefur meira XP og eykur líkurnar á að fanga Pokémoninn eftir því sem hann er smærri. Er þá ekkert annað eftir en að kasta boltanum,“ segir Sigurður.

Sigurður er sjálfur í level 24 í leiknum. Hann segist vita af örfáum sem eru í level 24-25 og 26 en segist vera í u.þ.b. topp 5% af spilurum á Íslandi.

Hann hefur safnað alls 1.481 Pokémon af alls 78 tegundum. 

„Ég er með frekar fáar tegundir. Ef fólk er duglegt að labba um þá mun það mæta sjaldgæfari Pokémonum. Ég hef alltaf verið að spila á sömu stöðunum og hef því verið að fá mikið af sömu Pokémonunum.

Sigurður Viðarsson, Pokémon spilari.
Sigurður Viðarsson, Pokémon spilari. Mynd/Aðsend

Safna eins mörgum og hægt er þar til þú ert kominn í level 9

Þegar Pokémon er fangaður verður að kasta Poké-kúlu á hann. Köstin flokkast í Nice, Great og Excellent. „Það er frábært að ná Great-kasti, þá færðu 50 auka XP. Það getur verið mjög erfitt að ná Excellent,“ segir Sigurður. Því hærra leveli sem þú ert á, því betri Pokémona færðu.

Sigurður mælir með því að safna eins mörgum Pokémonum og hægt er þar til þú ert kominn á level 9. „Þá færðu gefin svokallað Lucky Egg og þú getur sett Evolutions í gang. Því fleiri Evolutions sem þú átt, því hærra level kemstu á með því að evolva Pokémonana þína. 

Frá Gymminu við Hallgrímskirkju.
Frá Gymminu við Hallgrímskirkju. Mynd/Aðsend

„Þú getur farið beint úr level 9 í level 13 ef þú ert búinn að vera duglegur að safna. Það eru sérstaklega þrír Pokémonar sem eru algjörir gullmolar þegar kemur að XP. Það eru þeir Pidgey, Caterpie og Weedle. Ég er á level 24 og er ennþá að reyna að safna þeim eins og ég get.“

„Síðan er líka allt í lagi að safna svokölluðum Candy-Pokémonum. Þeir eru sjaldgæfari og eru ekki úti um allt, nema þá Pokémoninn Rattata. Ég safna til dæmis alltaf 100 Rattötum áður en ég byrja að evolva. Venjulega er ég að taka svona um 15-20 evolve þegar ég á Lucky Egg tilbúið,“ segir Sigurður.

Því hærra level sem þú ert kominn á, því fleiri XP þarftu til þess að hækka þig um level. „Frá level 19-20 þurfti ég um 25 þúsund XP. Nú þarf ég á milli 125-150 þúsund XP til að komast í level 25. Það er gríðarlegur munur. Því lengur sem fólk tímir að geyma evolve, því betra. “

„Þú færð nokkur Lucky Egg frá level 9 til 17 og þú ættir að geyma evolve-in þar til þú færð Lucky Eggs. Þá er best að vera með eins mörg evolve og þú getur.“

Sigurður bendir í því samhengi á að ef þú átt 120 Pidgey í Candy, þá getur þú evolve-að 10 Pidgey-a. 

Hvar er best að fá Pokémona?

Blaðamaður spyr Sigurð um það hvar bestu staðirnir séu til þess að ná Pokémonum. 

„Það eru fjórir staðir sem ég veit um sem er gott að ná Pokémonum á. Einn staður er á gatnamótum Laugavegar og Skólavörðustígs. Þar eru þrjú Pokéstops sem snertast. Síðan við Fjörukrána í Hafnarfirði er líka góður staður. Þar gæti maður þurft að labba aðeins en þar birtast oft öðruvísi Pokémonar.“ 

AFP

„Síðan úti á Granda. Þar birtast mikið af rafmagns-Pokémonum, og svo við Ásmundarsafn. Ég er búinn að prófa þann stað tvisvar. Í annað skiptið fékk ég fullt af Pokémonum sem ég hafði ekki séð en í seinna skiptið fékk ég bara algenga Pokémona, en þar eru fjögur Pokéstops nálægt hvoru öðru,“ segir Sigurður.

Leyndardómur „Gymmanna“

Sigurður segist ekki ætla að ljóstra upp um öll leyndarmál sem snúa að svokölluðum Gyms

„Ég get ekki gefið þér öll leyndarmálin varðandi Gymmin en þau virka þannig að þú færð 10 coins og 500 stardust ef þú ert með Pokémon inní. Ef ekki eru mjög lágir Pokémons inni í Gymminu, þá mæli ég með því að þú sért með 500-1000+ cp Pokémon til að eiga einhvern séns,“ segir Sigurður.

„Þegar þú ert kominn með þann fjölda af Gyms sem þú telur að þú getir komið þér í þann daginn, farðu þá í shop og ýttu á collect. Þar færðu reward fyrir að vera með Pokémon í Gymmi.“

Íslenskir Pokémon GO spilarar á Klambratúni.
Íslenskir Pokémon GO spilarar á Klambratúni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þá bendir Sigurður spilurum einnig á að sýna almenna kurteisi. „Ef þið sjáið einhvern sem er að taka sama Gym og þið og er í sama liði, ekki bíða og taka spot í Gymminu um leið og það losnar. Fáðu þá heldur til að hjálpast að við að styrkja Gymmið svo fleiri Pokémonar komist inn og allir græði. Ekki henda inn 500 cp Pokémon þegar hinn er við það að setja inn 1.000 cp Pokémon bara því þú nenntir ekki að bíða,“ segir Sigurður en bendir á að flestir spilarar sem hann hafi hitt séu mjög almennilegir hvað þetta varðar og hjálpist mikið að.

Til að fá alla flóruna...

Sumir Pokémonar eru sjaldgæfari en aðrir og birtast oft mismunandi Pokémonar á mismunandi stöðum. Til þess að ná sjaldgæfari Pokémonum verður því annað hvort að notast við svokölluð egg eða þá spilarinn verður hreinlega að ferðast. 

Skjáskot/Youtube

„Það eru svo til tvenns konar egg í leiknum. Fyrir utan Lucky Eggs eru til annars konar egg sem klekjast út. Það eru til 2 km, 5 km og 10 km egg sem eru þannig að þú verður að ferðast ákveðna vegalengd og þá birtast oft sjaldgæfari Pokémonar.

„Ég hef til dæmis ekki séð neina eld-Pokémona nema einn í Þorlákshöfn. Svo hef ég heyrt að það birtist margir eld-Pokémonar í Vestmannaeyjum. Svo á Akureyri birtast oft aðrir Pokémonar en í Reykjavík. Leikurinn er greinilega gerður til að láta mann ferðast,“ segir Sigurður. 

Hann segist íhuga smá ferðalag til að ná sér í sjaldgæfari Pokémona. „Kannski eftir mánaðamót kíkir maður í smá roadtrip til að finna eitthvað sem birtist sjaldan í Reykjavík,“ segir Sigurður að lokum. 

 Hægt er að fylgjast með Sigurði spila á þessari slóð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar