Rich Piana og Sara Heimis að skilja

Rich Piana og Sara Heimisdóttir.
Rich Piana og Sara Heimisdóttir. Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson

Líkamsræktartröllið Rich Piana og Sara Heimisdóttir eru hætt saman. Frá þessu greindi Rich á Instagram-síðu sinni í nótt. Þau giftu sig seint í september á síðasta ári og fengu sér húðflúr í stíl fyrir brúðkaupið, hann kónginn og hún drottninguna. Ekki kemur fram í færslunni hvort skilnaðurinn sé genginn í gegn.

Frétt mbl.is: Fékk bíl frá Rich Piana

 

 

Í Instagram-færslu Rich segir hann þetta hafa verið mikið ævintýri, það hafi verið sameiginleg ákvörðun þeirra að slíta hjónabandinu og þau ætla að vera vinir áfram. 

Frétt mbl.is: Brúðkaup Rich og Söru Piana

Sara Heimisdóttir gekk í það heilaga í september á síðasta …
Sara Heimisdóttir gekk í það heilaga í september á síðasta ári. Ljósmynd/Youtube.com

„Mér fannst nauðsynlegt að greina frá þessu á samfélagsmiðlum því við höfum verið saman 24/7 og um leið og einhver sér okkur ekki saman er það fyrsta sem þeir spyrja, hvar er Sara?“ skrifaði Rich á Instagram. „Sara er sterk stelpa og við munum bæði halda áfram og vera besta útgáfan af sjálfum okkur,“ skrifaði Rich.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir