Líkamsræktartröllið Rich Piana og Sara Heimisdóttir eru hætt saman. Frá þessu greindi Rich á Instagram-síðu sinni í nótt. Þau giftu sig seint í september á síðasta ári og fengu sér húðflúr í stíl fyrir brúðkaupið, hann kónginn og hún drottninguna. Ekki kemur fram í færslunni hvort skilnaðurinn sé genginn í gegn.
Frétt mbl.is: Fékk bíl frá Rich Piana
Í Instagram-færslu Rich segir hann þetta hafa verið mikið ævintýri, það hafi verið sameiginleg ákvörðun þeirra að slíta hjónabandinu og þau ætla að vera vinir áfram.
Frétt mbl.is: Brúðkaup Rich og Söru Piana
„Mér fannst nauðsynlegt að greina frá þessu á samfélagsmiðlum því við höfum verið saman 24/7 og um leið og einhver sér okkur ekki saman er það fyrsta sem þeir spyrja, hvar er Sara?“ skrifaði Rich á Instagram. „Sara er sterk stelpa og við munum bæði halda áfram og vera besta útgáfan af sjálfum okkur,“ skrifaði Rich.