Muse tók víkingaklappið

Hljómsveitin Muse á tónleikum í Laugardalshöll í kvöld.
Hljómsveitin Muse á tónleikum í Laugardalshöll í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Breska rokkhljómsveitin Muse lék á tónleikum í Laugardalshöll í kvöld en hljómsveitin hefur áður leikið þar árið 2003. Líkt og fyrir tólf árum var uppselt á tónleika Muse en um 11 þúsund manns eru á tónleikunum.

Hljómsveitin hefur síðan gefið út sex hljómplötur en Drones er nýjasta plata sveitarinnar, sem kom út sumarið 2015. Það er konsept-plata sem gerir dróna eða ómönnuð loftför í hernaði að umfjöllunarefni sínu.

Hljómsveitin er skipuð þeim Matthew Bellamy, sem er söngvari, gítarleikari og hljómborðsleikari, Christopher Wolstenholme sem spilar á bassa og Dominic Howard sem leikur á trommur og slagverk. Muse hefur í áraraðir verið ein vinsælasta rokksveit heims. Það verður slegið upp heljarinnar veislu með grillsvæði og bjórtjöldum í kringum Laugardalshöllina og stefnir allt í mikið partý.

Gestir á tónleikunum voru ánægðir með frammistöðu hljómsveitarinnar sem kom áhorfendum á óvart með því að taka víkingaklappið á tónleikunum. Síðan þakkaði Bellamy ítrekað fyrir sig á íslensku og bætti við: „Hvað er að frétta Reykjavík.“

Hljómsveitin Muse á tónleikum í Laugardalshöll í kvöld.
Hljómsveitin Muse á tónleikum í Laugardalshöll í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Hljómsveitin Muse á tónleikum í Laugardalshöll í kvöld.
Hljómsveitin Muse á tónleikum í Laugardalshöll í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Hljómsveitin Muse á tónleikum í Laugardalshöll í kvöld.
Hljómsveitin Muse á tónleikum í Laugardalshöll í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Muse í Laugardalshöll
Muse í Laugardalshöll mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
Loka