Pikachu-gangan dró að sér Pokemon-spilara

Hundruð Pokemon Go-spilara komu saman í japönsku borginni Yokohama í dag til þess að taka þátt í Pikachu-göngunni en snjallsímaleikurinn hefur gjörsamlega slegið í gegn í Japan líkt og víðast annars staðar.

Pikachu er þekktasta persónan úr Pokemon-leiknum og voru margir klæddir í hans gervi í göngunni. Einhverjir þeirra sem tóku þátt í göngunni sögðust vera þarna til þess að eltast við fágætar persónur úr leiknum. „Ég kom alla leið hingað til Yokohama í þeirri von að finna öðruvísi Pokemon-persónur, segir Teruko Fujisawa, 45 ára skrifstofumaður.

Aftur á móti tengist Pikachu-gangan ekki snjallsímaforritinu beint að sögn skipuleggjenda göngunnar.

Pokemon hefur notið mikilla vinsælda í Japan allt frá því að leikurinn var gefinn út af Nintendo árið 1996 fyrir Game Boy-leikjatölvurnar.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir