Pikachu-gangan dró að sér Pokemon-spilara

Hundruð Pokemon Go-spilara komu saman í japönsku borginni Yokohama í dag til þess að taka þátt í Pikachu-göngunni en snjallsímaleikurinn hefur gjörsamlega slegið í gegn í Japan líkt og víðast annars staðar.

Pikachu er þekktasta persónan úr Pokemon-leiknum og voru margir klæddir í hans gervi í göngunni. Einhverjir þeirra sem tóku þátt í göngunni sögðust vera þarna til þess að eltast við fágætar persónur úr leiknum. „Ég kom alla leið hingað til Yokohama í þeirri von að finna öðruvísi Pokemon-persónur, segir Teruko Fujisawa, 45 ára skrifstofumaður.

Aftur á móti tengist Pikachu-gangan ekki snjallsímaforritinu beint að sögn skipuleggjenda göngunnar.

Pokemon hefur notið mikilla vinsælda í Japan allt frá því að leikurinn var gefinn út af Nintendo árið 1996 fyrir Game Boy-leikjatölvurnar.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar