Neitar að ala upp fordekraða krakkagrísi

Mila Kunis er ekki mikið fyrir að spandera peningum í …
Mila Kunis er ekki mikið fyrir að spandera peningum í vitleysu. AFP

Mila Kunis og Ashton Kutcher eru vel efnum búin, enda farsælir leikarar í Hollywood. Þau vilja þó ekki að börn þeirra verði fordekraðar frekjudósir og segjast ætla að kenna krílunum að vinna þurfi fyrir hlutunum.

„Þetta er svo mikilvægt vegna þess að við ólumst bæði upp við frekar mikla fátækt. Auður okkar er sjálfskapaður,“ sagði Kunis í viðtali á dögunum, þar sem hún játar að þau hafi bæði þurft að horfa í hverja krónu á sínum yngri árum.

„Þetta snýst um að kenna þeim frá unga aldri að mamma og pabbi eiga kannski pening, en þau eiga ekki krónu. Þau eru fátæk, þau eiga ekki neitt. Mamma og pabbi eiga hins vegar bankareikning,“ bætti leikkonan við í gamansömum tón, líkt og fram kemur í frétt People.

Hjónakornin eiga saman eina dóttur, en eiga von á öðru barni á næstu mánuðum.

Frétt mbl.is: Hæstánægð með 11.000 króna giftingarhringinn

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg