Gefur 819 milljónir til góðgerðamála

Amber Heard hefur ákveðið að gefa allan peninginn sem hún …
Amber Heard hefur ákveðið að gefa allan peninginn sem hún fékk við skilnaðinn til góðgerðamála. AFP

Fyrrverandi hjónin Amber Heard og Johnny Depp hafa undanfarið staðið í afar hatrömmum skilnaði.

Á dögunum komust þau þó að samkomulagi sem fól í sér að Heard skyldi draga ásakanir sínar um heimilisofbeldi til baka og Depp myndi greiða leikkonunni 7 milljónir Bandaríkjadali, eða rúmar 819 milljónir íslenskra króna.

Líkt og fram kemur í umfjöllun Mirror hefur Heard nú greint frá því að hún ætli að gefa alla fjármunina til góðgerðamála.

„Líkt og fram kom í skilnaðarsamningnum höfðu peningar enga þýðingu fyrir mig persónulega, og hafa aldrei gert, nema fyrir það leyti að ég get gefið þá til góðgerðamála. Með því að gera það get ég vonandi komið þeim til hjálpar sem eiga ekki kost á því að verja sig sjálfir,“ segir í tilkynningu frá stjörnunni.

„Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum fékk ég sjö milljónir Bandaríkjadali úr skilnaðinum, en sjö milljónir er upphæðin sem verður gefin. Ég veit að samtökin munu nota peningana til góðs.“

Heard hefur ákveðið að skipta peningunum á milli tveggja góðgerðastofnana, annars vegar American Civil Liberties Union, sem vinna að því að stöðva ofbeldi gegn konum, og hinsvegar Barnaspítala Los Angeles.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir