„Skilið þið kvótanum aftur til þjóðarinnar“

Bubbi Morthens á sviðinu í kvöld.
Bubbi Morthens á sviðinu í kvöld. mbl.is/Freyja Gylfa

„Og skilið þið kvótanum aftur til þjóðarinnar!“ hrópaði tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens þegar hann hafði lokið söng sínum á Tónaflóði, tónleikum Rásar 2, á Arnarhóli í kvöld.

Hann hafði þá endað tónleikana með lokalaginu Sumarið er tíminn.

Bubbi, sem fagnaði sextugsafmæli sínu fyrr í sumar, 6. júní, vakti mikla lukku á tónleikunum í kvöld og tók alla sína helstu slagara.

Auk Bubba komu fram á tónleikunum Glowie, rapp­ar­arn­ir Emm­sjé Gauti og fé­lag­ar hans í Úlfur Úlfur. For­ingi Fjalla­bræðra, Hall­dór Gunn­ar Páls­son, stýr­ir loka­atriðinu sem nefn­ist „Ljós­vík­ing­ar að vest­an“ en þar koma fram helstu tón­list­ar­menn Ísa­fjarðarbæj­ar.

Að tónleikum loknum, um ellefuleytið, verður síðan blásið til flugeldasýningar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir