Eiðurinn fær fimm stjörnur

Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, Eiðurinn, fær fullt hús hjá kvikmyndagagnrýndana Morgunblaðsins í dag, eða fimm stjörnur. Handrit myndarinnar er sagt vera sterkt og persónusköpun vönduð. Þá sé sjónræn umgjörð og allur frágangur myndarinnar frámunalega hrífandi. 

Baltasar leikstýrir myndinni og fer með aðalhlutverkin. Auk Baltasars fara með lykilhlutverk þau Hera Hilmarsdóttir og Gísli Örn Garðarsson.

Eiðurinn er saga fjölskyldu sem fer forgörðum. Hún segir af hjartaskurðlækninum Finni (Baltasar Kormákur) sem nýtur velgengni í starfi og farsældar í einkalífinu. Á besta aldri virðist Finnur hafa allt til alls þar til hann áttar sig á að að eldri dóttir hans Anna (Hera Hilmarsdóttir) er komin á glapstigu með líf sitt. Hún er komin í neyslu og orðin ástfangin af Gretti, harðsvíruðum dópsala (Gísli Örn Garðarsson). Finnur er staðráðinn í að koma dóttur sinni aftur á réttan kjöl en finnur fljótt til smæðar sinnar og vanmáttar enda við ramman reip að draga, segir í dómnum um kvikmyndina.

„Myndin er raunsæ og vísar í viðvarandi samfélagsmein án þess byggja um of á sönnum atburðum. Íslenskur veruleiki og persónuleg reynsla aðstandenda er uppspretta átakanlegs skáldskapar sem getur gengið nærri og snert strengi í hjörtum áhorfenda,“ segir m.a. í dómnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir