Hefur ösku Bowies verið dreift?

Síðasta plata David Bowie var hugsuð sem kveðjugöf til aðdáenda …
Síðasta plata David Bowie var hugsuð sem kveðjugöf til aðdáenda hans.

Tónlistargoðsögnin David Bowie lést í janúar eftir leynilega baráttu við krabbamein.

Samkvæmt frétt Mirror hefur hluta af ösku hans nú verið dreift, en nánasta fjölskylda hans og vinir eru sögð hafa komið saman á Burning Man-hátíðinni í Nevada.

„Við spiluðum tónlistina hans alla leiðina frá búðunum og til baka að musterinu. Flest höfðum við málað eldingu á andlit okkar honum til heiðurs,“ er haft eftir ónefndum heimildarmanni.

Talsmaður fjölskyldu söngvarans neitar þó orðrómnum og segir ösku Bowies ekki hafa verið dreift á hátíðinni.

Sögusagnirnar komust fyrst á kreik eftir að gestur hátíðarinnar, Mark Milhaly, skrifaði um atburðinn á bloggsíðu sinni.

„Það er engum blöðum um það að fletta að þetta er satt. Ég hef talað við fjölmarga sem voru viðstaddir og hef séð ljósmyndir sem mér er ekki heimilt að deila. Þetta átti víst að vera afar persónulegur atburður,“ sagði Milhaly í samtali við Mirror.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka