Heiða Rún blótaði í beinni

Heiða Rún missti óvart út úr sér óviðeigandi orð.
Heiða Rún missti óvart út úr sér óviðeigandi orð. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir, eða Heida Reed líkt og hún er kölluð ytra, var gestur í sjónvarpsþættinum This Morning í gær.

Heiða, sem fer með hlutverk í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Poldark, varð fyrir því óláni að missa út úr sér blótsyrði í beinni útsendingu, sem virðist hafa farið fyrir brjóstið á þáttastjórnandanum Phillip Schofield. Í það minnsta baðst hann afsökunar á orðbragðinu, fyrir hönd Heiðu, líkt og sjá má á frétt Daily Mail.

Leikkonan var að lýsa veðurfari á tökustað, en þættirnir voru meðal annars teknir upp í Cornwall, og sagði að einn daginn hefði verið mígandi rigning. Í eyrum okkar Íslendinga kann það að hljóma fremur saklaust, en orðið „pissing“ þykir augljóslega ekki við hæfi í bresku sjónvarpi.

Myndband af viðtalinu má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir