Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra er öllum hnútum kunnugur í bakstri en hann birti mynd af þessari glæsilegu afmælisköku á Twitter-síðu sinni rétt í þessu. Kökuna gerði Bjarni fyrir dóttur sína sem átti fimm ára afmæli í gær.
Bjarni er afar lunkinn í kökuskreytingum en hann hefur gert margar flottar kökur í gegnum tíðina. Í viðtali við mbl.is árið 2014 sagði Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna: „Bjarni, eins og svo margir aðrir auðvitað, á sér margar hliðar. Hann er mjög listrænn og sérstaklega flinkur að leira. Þannig að sykurmassinn hentaði. Þetta er ekki i fyrsta skipti sem hann græjar afmælisköku fyrir börnin. En þessi var sú allra flottasta,“ og átti þá við Línu Langsokk-köku sem Bjarni gerði fyrir þriggja ára afmæli dóttur sinnar.
Ég var að baka pic.twitter.com/PeNrT3z0DW
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) October 1, 2016