Árásin á Kardashian í hnotskurn

Kim Kardashian West er í áfalli vegna málsins.
Kim Kardashian West er í áfalli vegna málsins. AFP

Mennirnir sem réðust á Kim Kardashian voru dulbúnir sem lögreglumenn. Hún er sögð í miklu áfalli eftir árásina sem var skipulögð í þaula. Hópurinn rændi skartgripum Kardashian úr íbúð sem hún dvaldi í í París. Á meðan var Kardashian læst inni á baðherbergi eftir að hafa verið hótað með byssu. Nokkrir fjölmiðlar segja að hún hafi verið kefluð á meðan ræningjarnir athöfnuðu sig.

Hér að neðan er atburðarásin rakin.

Hvar átti árásin sér stað?

Ránið og árásin átti sér stað í nótt í glæsihúsi sem Kardashian leigði í París. Í húsinu eru níu íbúðir. Þó húsið sé inni í borginni er það nokkuð úr alfaraleið. Ekki sést í húsið frá götunni. Umhverfis það er hlaðinn steinveggur. Húsið er vinsæll felustaður fræga fólksins á meðan það dvelur í borginni. Þar hefur m.a. eiginmaður Kardashian, Kanye West, dvalið.

Hvernig komust ræningjarnir inn?

Innanríkisráðherra Frakklands segir að ræningjarnir hafi verið dulbúnir sem lögreglumenn. Þeir hafi hótað húsverði setursins með vopni, handjárnað hann og neytt hann til að opna dyr að einni íbúð hússsins.

Með þessum hætti komust tveir ræningjanna inn í íbúð Kim Kardashian. Þar miðuðu þeir byssu að höfði hennar. Hún var svo læst inni á baðherbergi á meðan ræningjarnir létu greipar sópa. Þeir tóku m.a. farsíma og skargripi.

Ekki er enn ljóst hvort að skargripirnir voru í eigu Kim Kardashian sjálfrar eða hvort hún hafði fengið þá að láni vegna tískuvikunnar í París en tilgangur heimsóknar hennar til Parísar var að vera viðstödd tískuvikuna.

Hvar var lífvörður hennar?

Kim Kardashian er með þekktan lífvörð, Pascal Duvier. Heimildir CNN og fleiri fjölmiðla herma að hann hafi ekki verið í eða við íbúð hennar er ránið átti sér stað.

Ekki hafa frekari fregnir borist af öryggisgæslu hennar. Hins vegar hafa sérfræðingar sagt að ræningjarnir hafi augljóslega verið mjög skipulagðir og að svo virtist sem þeir hefðu haft innanbúðar upplýsingar um aðstæður Kardashian.

Hvar er Kim og hvernig hefur hún það?

Kim Kardashian fór frá Frakklandi í einkaþotu í morgun. Hún hafði þá gefið lögreglunni skýrslum, að sögn innanríkisráðherrans. Til hennar sást fara um borð í þotuna í morgun og þar var lífvörðurinn, Duvier, í fylgd með henni. Talsmaður Kardashian segir að hún hafi orðið fyrir miklu áfalli en hins vegar hafi hún sloppið á meiðsla.

Engir úr Kardashian fjölskyldunni hafa tjáð sig opinberlega um málið frá því að árásin átti sér stað í nótt. Ekki hefur verið staðfest hvar börn Kim voru á meðan ráninu stóð. 

Lögreglan hefur enn ekki náð að handsama ræningjana. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist að í hverju verkefni sem þér er falið felst æfing sem eykur hæfni þína. Ræktaðu garðinn þinn, fyrst þá getur þú deilt uppskerunni með náunganum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist að í hverju verkefni sem þér er falið felst æfing sem eykur hæfni þína. Ræktaðu garðinn þinn, fyrst þá getur þú deilt uppskerunni með náunganum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar