Hélt þeir ætluðu að drepa sig

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var viss um að mennirnir tveir sem réðust inn í lúxusíbúð hennar í París í Frakklandi í gærkvöldi ætluðu að drepa sig. Þetta hafa miðlar vestanhafs eftir heimildarmanni stjörnunnar, en meðal annars er fjallað um málið á vefsíðu E! News.

Frétt mbl.is: Árásin á Kardashian í hnotskurn

Mennirnir voru dulbúnir sem lögreglumenn, en samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneyti Frakklands hótuðu þeir starfsmanni móttöku setursins með byssu, handjárnuðu hann og neyddu hann til að opna hurðina inn í íbúð Kardashian. 

Þegar þangað var komið eru þeir sagðir hafa handjárnað Kardashian, límt fyrir munn hennar og komið henni fyrir í baðkari. Hún hafi beðið þá að þyrma lífi sínu og sagt þeim að hún ætti tvö ung börn. Börn hennar voru ekki í herberginu. Hún var svo læst inni á baðher­bergi á meðan ræn­ingjarn­ir létu greip­ar sópa. Þeir tóku m.a. farsíma og skar­gripi. Lög­regl­an í Frakklandi hef­ur greint frá því að ráns­feng­ur­inn sé met­inn á 10 millj­ón­ir evra eða tæp­an 1,3 millj­arð í ís­lensk­um krón­um.

Kardashian er sögð í miklu áfalli eft­ir árás­ina sem var skipu­lögð í þaula, en alls tóku fimm manns þátt í árásinni. Mennirnir flúðu á reiðhjólum og eru enn ófundnir. 

Ekki er enn ljóst hvort að skar­grip­irn­ir voru í eigu Kim Kar­dashi­an sjálfr­ar eða hvort hún hafði fengið þá að láni vegna tísku­vik­unn­ar í Par­ís en til­gang­ur heim­sókn­ar henn­ar til Par­ís­ar var að vera viðstödd tísku­vik­una.

Kim Kar­dashi­an fór frá Frakklandi í einkaþotu í morg­un. Hún hafði þá gefið lög­regl­unni skýrsl­um, að sögn inn­an­rík­is­ráðherr­ans. Til henn­ar sást fara um borð í þot­una í morg­un og þar var líf­vörður­ hennar í fylgd með henni. Talsmaður Kar­dashi­an seg­ir að hún hafi orðið fyr­ir miklu áfalli en hins veg­ar hafi hún sloppið á meiðsla. Hún er nú komin heim til Kanye West, eiginmanns síns.

West var meðal þeirra sem kom fram á hátíðinni Mea­dows í New York í gær. Hann steig á svið ein­um og hálf­um klukku­tíma seinna en hann átti að gera og hóf söng und­ir dynj­andi flug­elda­sýn­ingu. Eft­ir um það bil klukku­stund á sviðinu hætti West skyndi­lega í miðju lagi og sagði: Mér þykir þetta leitt en sýn­ing­unni er lokið og yf­ir­gaf sviðið. 

Eng­ir úr Kar­dashi­an fjöl­skyld­unni hafa tjáð sig op­in­ber­lega um málið frá því að árás­in átti sér stað í nótt. Ekki hef­ur verið staðfest hvar börn Kim voru á meðan rán­inu stóð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar