Leikstjórinn Darren Aronofsky var heiðraður af kvikmyndahátíðinni RIFF við hátíðlega athöfn á Bessastöðum fyrr í kvöld.
Góðir gestir mættu til athafnarinnar, þar á meðal Andri Snær Magnason rithöfundur og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Aronofsky hefur leikstýrt þekktum myndum á borð við Black Swan, Wrestler og Noah, sem var að hluta til tekin upp hér á landi.