Systir Prince beið eftir tíðindunum í tvö ár

Systir söngvarans hafði búist við tíðindunum um tveggja ára skeið.
Systir söngvarans hafði búist við tíðindunum um tveggja ára skeið. AFP

Tyka Nelson, systir söngvarans Prince, segist ekki hafa verið hissa þegar henni var tilkynnt að bróðir hennar hefði látist, en hún hafði búist við slíkum fréttum í tvö ár. Söngvarinn lést í apríl á þessu ári eftir að hafa tekið of stóran skammt ópíumskyldra lyfja.

„Þetta var ekki erfitt. Þetta var þriggja orða símtal: „hann er farinn“ og ég vissi við hvern var átt,“ sagði Nelson í samtali við Entertainment Tonight.

„Ég skellti á, en það var starfsmaður Prince sem hringi. Ég hafði verið að undirbúa mig fyrir þetta í tvö ár þannig að ég vissi að það var von á þessu.“

Þá segir Nelson að bróðir hennar hafi ýjað að dauða sínum tveimur árum fyrr.

„Hann sagði þetta fyrir tveimur árum: „Ég er búinn að gera allt sem ég hef komið hingað til að gera,“ ég var niðurbrotin í tvö ár.“

Þá sagði Nelson einnig að söngvarinn vildi láta minnast sín fyrir lagasmíðar sínar, og að hún hyggist því gefa út eitthvað af þeim áður óútgefnu lögum sem eftir söngvarann liggja.

„Hann hefur samið gríðarlegt magn tónlistar og í einu af okkar samtölum sagði hann að hann vildi láta minnast sín fyrir að vera einn afkastamesti lagasmiður í heimi. Ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að láta þann draum rætast.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka